Mánudagur 21/11
í tímanum byrjuðum við á því að Gyða fór yfir hvernig við áttum að meta kynningarnar, svo náðu bara tveir nemendur að kynna, og það voru bekknum frumefna kynninguna. Því við náðum ekki einni kynningu en þá horfðum við bara á stutt dýra myndband í lok tímans.
Miðvikudagur 23/11
í tímanum kynntum við frumefnin sem við völdum og metuðum kynnigngar hjá öllum, við gerðum það reyndar í hópum, ég var með Hjörnýju að meta kynningarnar. Ég var með Nikkel.
Fimmtudagur 24/11
Við fórum í tölvuverið og verkefni dagsins var að gera samantekt í hlekk 2. Þar skrifaði ég til dæmis ný hugtök sem ég var að læra, hvað við gerðum í hlekk tvo og hvaða tilraunir mér fannst skemmtilegust, og það var tilraunin með matarlitina þar sem við áttum að skoða hvort matarlitur væri fljótari að dreifast í köldu eða heitu vatni og það var heita vatnið sem litirnir dreifðust hraðar í og það var vegna þess að sameindirnar dreifast miklu hraðar í heita vatninu.Mér fannst mjög gaman að fylgjast með bláa litnum dreifast.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af matarlitunum sem ég tók . Rauði liturinn er í heita vatninu og blái liturinn í kalda.