Mánudagur 28/8
Byrjuðum tíma á smá spjalli. Töluðum aðeins hvað við gerum í þessum hlekki og ritgerðina framundan til dæmis. Hlekkurinn sem við erum í núna er dýrafræði. Fengum nýtt hugtakakort og glærur sem við fórum aðeins yfir. Áttum einnig að flokka dýr í eftirfarandi:
Dýr í sjó eyðimörk regnskógi Andrúmslofti
- Hákarl Úlfaldi Lemúr Mýflugur
- Höfrungur Snákar Apar Fiðrildi
- Marglytta Sporðdreki Eðlur
Þriðjudagur 29/8
Fyrst áttum við að nefna flokka dýra t.d. smádýr, hryggleysingjar og rándýr. Það var hópavinna og ég var með Unu, Valdimari, Iðunni og Þorvaldi. Það sem við áttum að gera var að fara út og skrá allar lífverur sem við sáum um og áttum við að greina þær. Það sem við sáum var til dæmis:
- Ösp
- Birki
- Lúpína
- Baldursbrá
- Flugur
- Köngulær
Fimmtudagur 31/8
Gyða var ekki á staðnum en við vorum í tölvustofunni að blogga fyrstu færsluna okkar og Jóhanna fylgdist með okkur.