Mánudagur 4/9
þar sem ég fór til Jamaíka og missti af nokkrum náttúrufræði tímum ætla ég bara að segja frá því sem ég gerði og sá í útlöndum.
Ferðin
Semsagt ég fór til Jamaíka með fjölskyldunni minni í 11 daga. Þar sem Jamaíka er svo langt í burtu frá Íslandi þurftum við að taka tvö flug. Fyrst tókum við flug frá íslandi til Englands sem tók svona 3klst og gistum ein anótt þar, svo næsta dag tókum við flug frá Englandi til Jamaíka og það tók u.þ.b. 10 klst flugið sem er alveg frekar langt en það er klárlega þess virði.
Hvað gerðum
við?
Við gerðum ekki það mikið því þetta á
tti að vera meira svona chill og bara að slaka á þess vegna vorum við mikið hjá hótelinu en það var mjög stórt og það var bæði sundlaug og strönd þar. Það var mjög mikil fjölbreyttni á hótelinu líka t.d. var jóga þar sem við
fórum oft í, það voru fullt af æfingum til að fá smá hreyfingu líka bæði inni og á ströndinni. Við fjölskyldan fórum í köfun, þar fengum við froskalappir og sundgrelaugu með röri. Við fórum samt ekki það langt út á sjó svo það var ekki mjóg djúpt.
‘
Þá er komið af partinum sem ég var örrugglega mest spenntust yfir, að synda með höfrungum. Þetta var þannig að við vorum með tvo höfrunga, Toto og Wendy, það var látið okkur gera allskonar t.d. áttum við að liggja á maganum í vatninu svo komu þeir og ýttu á fótana okkar til að komast áfram og þá var maður eins og Superman og auðvitað vorum við í vestum.
Kajak. Við prófuðum líka Kajak þar en þetta var ekki fyrsta skiptið okkar á Kajak. Þetta var tveggja manna svo ég fór bara með bróðir mínum Damiani.
Dýrin
Höfrungar – Geta orðið 20 ára gamlir, eru með u.þ.b. 100 tennur, þeir eru spendýr, á staðnum þar sem ég var á var mikið gefið þeim síld að borða. Húðin þeirra er mjög mjúk og slétt. Það var mikið af hænum og geitum á lausu í Jamaíka en ég held að það eru húsdýr hjá þeim eins og kisur, hundar og svona hjá okkur. Red Snapper er fiskur sem ég myndi segja að er frekar mikið af í Jamaíka því að á flestum veitingastöðunm sem við fórum á var oftast Red Snapper þar, ekki viss hvað hann heitir á íslensku.