Mánudagur 18/9
Það var ekki skóli á mánudaginn vegna foreldraviðtala í skólanum.
Þriðjudagur 19/9
Í tímanum var glærusýning um orma og skoðuðum aðeins fílaveiki. Fílaveiki smitast með kvenkyns moskítoflugum, 10-15% karla eru með skemmdir í kynfærum af völdum veikindar, einkum mikla vökva söfnum í pungum eða typpum. Fílaveiki í fótlegg, handlegg, brjósti eða kvensköpun leiðir til þrota sem getur valdið margfaldri stækkun þessara líkamhluta.
Við skoðuðum líka blogginn hjá nemendunum í bekknum þar á meðan fréttir sem nemendurnir settu í bloggin sín.
Fimmtudagur 21/9
Við fórum í tölvuverið og fengum að klára hugtakakortið fyrir dýraritgeðina eða bara byrja á henni. Við munum fá núna flesta fimmtudags tímana í ritgerðina. Ég er með nashyrning í ritgerðinni og ætla ég að fjalla smá um útlitið þeirra, svarta nashyrningin ( Diceros Bicornis) og svo afhverju nashyrningar eru í útrýmingar hættu og það er vegna mikillar ásóknar á hornin þeirra.
Nashyrningar
- Lifa 40-50 ár
- vega í kringum 1000-3600kg
- Borða aðallega grös og lauf
- Það eru til 5 tegundir af nashyrningum
- Ættbálkur- hófdýr
- 160-200cm frá herðakambi
- Lifa í Afríku eða Asíu
- Greina ekki vini eða óvini og ráðast þess vegna á allt sem stendur á vegi þeirra
Mynd 1
Fréttir
Heimldir