Mánudagur 25/9
í tímanum var glærusýning. Þessa vikuna erum við svolítið að vinna með liðdýr svo að glærukynningin var um liðdýr. Spjölluðum líka aðeins um dýraritgerðina.
Þriðjudagur 26/9
Það var stöðvavinna og ég var með Kristínu. Hérna fyrir neðan eru allar stöðvarnar sem voru í boði.
- Teikning – Fullkomin og ófullkomin myndbreyting
- Tölva – Borneo leiðangur nýjar tegundir
- Lifandi vísindi 10/2017 bls. 17 Fæða framtíðarinnar
- Sjálfspróf 6-5 Krabbadýr, áttfætlur og fjölfætlur Sjálfspróf 6-6 Liðdýr – fjölbreyttasti hópur lífvera
- Verkefni – Hvað ræður mikilli útbreiðslu skordýra?
- Tölva/ipad – sjálfspróf úr 6. kafla
- Víðsjá – Hvernig eru skordýr byggð? Og jafnvel önnur dýr, veltur á framboði!
- Tölva – íslensk skordýr
- flipp skoða og……
- Verkefni – Skordýr – frá eggi til fullorðins dýrs.
- Orð af orði – Dýr með sex fætur.
- Dýrin JPV útgáfan – skoða opnu – umræður
- Smásjársýni – tilbúin sýni til skoðunar.
- Tölva skoðum dýrin í dino-lite.
- Smásjá – vængur af flugu
- Lífshættir geitunga bls. 14-15 í hefti um geitunga á Íslandi
- Inquiry into life bls. 641 Arthropod diversity.
- Verkefni – Dásamleg eða ekki
Það sem ég og Kristín gerðum var stöð 1 þar sem við áttum að teikna fullkomna og ófullkomna myndbreytingu.
Við skoðuðum líka Lifandi vísindi blaðið og þar meðal annars talað um að skordýr eru fyrsta flokks próteingjafar og að fólk muni byrha borða mikið af skordýrum í framtíðinni. Síðasta sem ég og Kristín gerðum var orð af orði, náðum samt ekki að klára það ,vorum alveg frekar lengi með það líka.
Fimmtudagur 28/9
Ritgerðavinna
Fréttir
Tölvuleikur sem vekur athugli á notkun smokksins