Mánudagur 22/1
Í tímanum var nearpod kynning og við vorum að byrja á nýjum hlekk sem heitir Varmi/orka og munum við vera í honum í svona mánuð. Við fengum hugtakakort og svona skrá yfir það hvernig tímarnir verða og svona. Við horfðum líka á myndbönd sem voru reyndar á ensku en við höfðum bara gott af því.
Myndböndin sem við sáum:
Hérna eru hugtökin sem við fórum aðeins yfir:
- Varmaburður
- Varmaleiðing
- Varmageisli
- Varmi
- Orka
Þriðjudagur 23/1
Það var tvöfaldur tími og í fyrsta tímanum vorum við í hópum, ég var með Aroni og Eyþóri svo áttum við að lesa í bók og þetta voru svona stuttir kaflar sem við lásum og eftir hvern kafla áttum við að búa til eina spurninu og þá svara henni og finna lykilorð úr kaflanum sem við lásum um. Við fórum svo öll saman yfir þetta.
í seinni tímanum skipti hún okkur aftur í hópa og þá var ég með Palla, Þorvaldi og Hjörnýju og þá áttum við að velta fyrir okkur og ræða saman um spurningarnar sem gyða setti á síðuna.
Hér eru spurningarnar:
- Hiti, vindur og úrkoma stafa af því að sólin hitar ekki Jörðina jafnt.
- Hvernig kemur eðlismassi þar við sögu?
- Hvar hitnar Jörðin mest?
- Hvernig tengist eðlisfræðin við aðrar fræðigreinar eins og t.d. veðurfræði?
- Skiptir möndulhalli og lögun Jarðar einhverju máli fyrir veðurfar á plánetunni okkar?
- Hvað er loftþrýstingur?
- Hvernig myndast ský og úr hverju eru þau gerð?
- Hvernig myndast vindar og af hverju finnst okkur vindurinn oftast kaldur?
- Hvað er hafgola og af hverju er hún oftast seinni hluta dags?
Fimmtudagur 25/1
Við eyddum tímanum niðri í tölvuveri og ég kláraði samntektina fyrir vísindavökuna því ég átti smá eftir svo byrjaði ég bara að blogga fyrir hlekk 5.