Mánudagur 5/3
Við fórum bara yfir það hvað væri framundan í þessum hlekk því við erum að byrja á nýjum hlekk sem verður mikið um Þjórsá. Svo skoðuðum við líka nokkur myndbönd sem ég set link af fyrir neðan.
Þriðjudagur 6/3
Ég var veik en það var Nearpod kynning hjá þeim og svo fengu þau ný hugtakarkort og áttu að glósa einver hugtök. Þau fóru líka í stöðvavinnu og hér fyrir neðan eru allar stöðvarnar sem voru í boði.
- Þjórsárhraunið mikla Upptök…teikna útbreiðslu….stærð í km3 og km2…..hvenær gaus ….af hverju rann það svona langt….er það eitthvað merkilegra en önnur hraun?
- Teiknið upp Dynk. Lýstu fossinum m.t.t. fossbera. Hvar er hann staðsettur í Þjórsá? Fossinn hefur tvö nöfn….hver er skýringin á því og hvert er hitt nafnið?
- Vikur og gjall. Skoðum sýni (Hekluvikur og nornahár úr Holuhrauni). Bls. 187 Jarðargæði. Hvernig myndast? Lýstu Hekluvikri. Til hvers er hann m.a. nýttur? Íslenska steinabókin bls. 54
- Flokkun vatnsfalla og bls. 211 í Jarðargæði.
- Villur á fjöllum. Teiknið upp leiðina sem Kristinn gekk. Merkið inn á dagana og mælið áætlið dagleiðir, heildarvegalengd og gönguhraða m.t.t. dagsbirtu og sögulýsingar.
- Af hverju er framburður vatnsfalla lagskiptur? Bls. 214 í Jarðargæði
- Hofsjökull. Hvaða nafngift er önnur á jöklinum?Hvers konar megineldstöð leynist undir jöklinum? Stærð, ísmagn og lega. Má teikna upp. Helstu skriðjöklar hans.
- Framtíð jökla á Íslandi. Hvað gerist? Frétt visir.is Vísindavefurinn
- Teiknið upp Háafoss. Hversu hár er hann í kílómetrum en millimetrum? Lýstu fossberanum. Í hvaða á er hann, hvenær og hver gaf honum nafn?
- Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði
Hér eru nokkur hutök:
Innri öfl Ytri öfl
Vatnasvið Dagár
Lindár Jökulár
Landmótun Fossar
Jarðlög Fossberi
Jöklar Hvalbak
Jökulurð Jökulrákir
Miðlunarlón stöðuvatn
Rof Set
Eldgos Hraun
Fimmtudagur 8/3
Fengum tímann í að blogga því kennarinn var ekki á staðnum.