Klamydía
Klamydía er kynsjúkdómur en hún orsakast af bakteríunni Chlamydia trachomatis. Bakterían getur sýkt kynfæri, munn og augu. Klamydíusýking er einkennislaus, flestir fá mjög væg eða engin einkenni við þessum sjúkdóm. Þegar fólk fær þennan kynsjúkdóm er oftast hægt að meðhöndla hann. Klamydía er langalgengasti kynsjúkdómurinn og breiðist hann hraðast út. Allir sem stunda kynlíf eiga í hættu að fá þennan kynsjúkdóm en lang algengasti aldurinn til þess að smitast er 14- 26 ára. Klamydíusmit berst milli manna við snertingu slímhúða. hún getur því til dæmis smitast við:
- Óvarðar samfarir
- Óvarin endaþarmsmök
- Óvarin munnmök
- Snertingu kynfæra
- Einnig getur barn fengið sýkingu í augu við fæðingu ef móðirinn er smituð.
Lang besta leiðin til að forðast smitun er að nota smokk við samfarir, endaþarmsmök og munnmök.
Hér má sjá mynd af bakteríunni
Heimildir